Britax Römer innkallar hér með, að eigin frumkvæði, DUALFIX-bílstólinn vegna hugsanlegs öryggisvandamáls með íhlut í stólnum. DUALFIX-bílstólar sem þessi innköllun á við um voru seldir á tímabilinu frá 3. nóvember 2017 til 22. mars 2018. Þessi tiltekni íhlutur hefur ekki verið notaður í neinum öðrum barnabílstólum eða vörum frá Britax Römer.
Britax Römer hefur rannsakað og greint orsakir þessa öryggisvanda. Okkur hafa ekki borist neinar tilkynningar um atvik eða slys sem tengjast hugsanlega gallaða íhlutnum. Þrátt fyrir að íhluturinn geti mögulega bilað og skapað þannig öryggisvandamál er það aðeins hluti bílstólanna sem inniheldur hugsanlega gallaða íhluti.
Britax Römer tók ákvörðun um þessa innköllun eftir að niðurstöður úr reglulegum, innri samræmisprófunum á framleiðslu leiddu í ljós að vörurnar stæðust ekki öryggisstaðla fyrirtækisins. Britax Römer setur ávallt öryggi barna og vörugæði í öndvegi.
EF ÞÚ HEFUR KEYPT DUALFIX-BÍLSTÓL Á TÍMABILINU 3. NÓVEMBER 2017 TIL 22. mars 2018 SKALTU FYLGJA LEIÐBEININGUNUM HÉR Á EFTIR TIL AÐ KANNA HVORT SKIPTA ÞURFI UM BÍLSTÓLINN ÞINN.
Ef spurningar eða áhyggjur vakna hvetjum við þig til að hafa samband við okkur i á dualfix-check@britax.com.
Raðnúmerið ('Series NO.') er staðsett framan á bílstólnum, undir hlífinni. Raðnúmerið hefst á 'M101A' og á eftir því koma 14 tölustafir. Vinsamlegast skoðaðu myndirnar hér að neðan til að sjá hvernig á að fjarlægja hlíf bílstólsins og finna raðnúmerið.