Britax Romer logo

Gagnavernd

Gagnavernd

Við tökum vernd persónuupplýsinga þinna mjög alvarlega þegar þú notfærir þér þjónustu okkar. Við fylgjum öllum viðeigandi gagnaverndarreglugerðum, einkum ákvæðum þýsku laga Telemedia (TMG) og alríkislaga um gagnavernd (BDSG).

Söfnun, meðhöndlun og notkun persónuupplýsinga

Ef við látum í té varahlut fyrir vöru sem þú hefur keypt getur þú óskað eftir að við sendum hann með því að senda okkur nafnið þitt og heimilisfang með viðeigandi vefeyðublaði. Gögnin sem við söfnum saman eru aðeins notuð við meðhöndlun á sendingu varahluts/-hluta. Persónuupplýsingar þínar eru aldrei settar í hendur þriðja aðila. Ef aðeins er hægt að senda varahlutinn í gegnum dreifingaraðila verða persónuupplýsingar þínar sendar til viðkomandi dreifingaraðila.

Tímamörk fyrir gagnaeyðingu

Persónuupplýsingum er eytt um leið og ekki er þörf á þeim lengur í því skyni sem þeim var upphaflega safnað eða ef ekki er þörf lengur á lögmæti um aðgang að upplýsingum. Við munum eyða persónuupplýsingum þínum um leið og viðkomandi varahlutur hefur verið sendur. Þetta á einnig við dreifingaraðila, þegar við á.

Google Analytics

Þessi vefsíða notar Google Analytics, netgreiningarþjónustu Google, Inc. ('Google'). Google Analytics notast við 'kökur', textaskrár sem eru vistaðar á tölvunni þinni, til að greina hvernig notendur nota vefsíðuna. Upplýsingarnar sem kakan myndar um notkun þína á þessari vefsíðu eru yfirleitt sendar á þjón Google í Bandaríkjunum og vistaðar þar. Ef IP-nafnleysi er virkjað á þessari vefsíðu verður IP-talan þín stytt af Google innan aðildarríkja Evrópusambandsins eða annarra ríkja sem eru hluti af samningnum á Evrópska efnahagssvæðinu. Í undantekningartilfellum er IP-heildartala þín flutt á þjón Google í Bandaríkjunum og stytt þar. Fyrir hönd rekstraraðila þessarar síðu notar Google þessar upplýsingar til að meta notkun á vefsíðunni, setja saman skýrslur um virkni vefsíðunnar og veita aðrar virkni á vefsíðu og nettengda þjónustu fyrir rekstraraðila vefsíðu. IP-tala vafra þíns sem er flutt er innan umfangs Google Analytics er ekki steypt saman við neinar aðrar Google upplýsingar. Þú getur bannað kökunotkun í viðeigandi stillingum í vafranum þínum. Við vekjum þó athygli á því að ef þetta er gert mun ákveðin virkni vefsíðunnar ekki standa þér til boða. Þú getur einnig hindrað gagnasöfnun með kökum og virkni þinni á þessari vefsíðu (þar á meðal IP-tölu þína) af Google sem og meðhöndlun þessara upplýsinga af Google með því að hala niður og setja upp vafraviðbót sem finna má á eftirfarandi stað: http://tools.google.com/dlpage/gaoptout?hl=de. Frekari upplýsingar um skilmála og gagnavernd má finna hér: https://www.google.com/analytics/terms/ and at http://www.google.com/intl/de/analytics/privacyoverview.html. Við bendum þér á að á þessari vefsíðu Google Analytics var bætt við kóðanum 'gat._anonymizeIp ();' til þess að gera kleyft að að safna IP-tölum og gæta um leið nafnleyndar (svonefnt IP masking).

Upplýsingar

Ef þú hefur einhverjar spurningar um söfnun, úrvinnslu og notkun á persónuupplýsingum þínum skaltu hafa samband við datenschutz@britax.com.